Aðföng hljóta jafnlaunavottun

Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Innköllun á Tostitos Chunky Salsa

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma (15,5 oz.) glerkrukkum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups og Super1 á tímabilinu 24. júlí 2018 til 26. mars 2019. Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu best fyrir dagsetninguna 10. apríl 2019.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Tostitos Chunky Salsa, medium

Strikamerki: 028400055987

Nettóþyngd: 439,4g (15,5 oz.)

Best fyrir dagsetning: 10. apríl 2019

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Starfskraftur á lyftara

Aðföng leitast eftir að ráða starfskraft í fullt starf á lyftara. Viðkomandi þarf að hafa lyftararéttindi og geta hafið störf sem fyrst.

Sækja skal um starfið á www.adfong.is og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur til og með 19.3.2019

Uppfært 9.4.2019: Ráðið hefur verið í starfið.

Meiraprófsbílstjóri óskast í framtíðarstarf

Aðföng leitar að meiraprófsbílstjóra í framtíðarstarf við útkeyrslu á vörum í verslanir.

Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn.
Unnið er til skiptis á dag og kvöldvöktum, með góðu vaktarfríi á milli.

Sækja skal um starfið hér á heimasíðunni okkar og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að æskja um. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 11.3.2019.

Uppfært 9.4.2019: Ráðið hefur verið í starfið.

Aðstoð í mötuneyti – sumarstarf

Aðföng leitar að duglegum og jákvæðum aðila í sumarafleysingu í mötuneyti.

Starfið felst í að setja fram morgunverð og aðstoð við hádegisverð, ásamt frágangi og þrifum.

Hægt er að sækja um starfið á heimasíðu okkar. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi með umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 12.3.2019.

Uppfært 25.3.2019: Ráðið hefur verið í starfið.