Tilkynning varðandi Nutra B-vítamín

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar í plast staukum með 180 töflum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að sé neytt fulls skammtar af fæðubótarefninu skv. leiðbeiningum um inntöku á umbúðum vörunnar, þ.e. tveggja tafla daglega, fer inntaka á B6 vítamíni yfir efri þol-/öryggismörk fyrir vítamínið á einum degi fyrir fullorðinn einstakling. Ein tafla inniheldur 15 milligrömm af B6 vítamíni, en þol-/öryggismörkin liggja við 25 milligrömm.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups og Super1 fram til 20. maí 2019.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar.

Strikamerki: 5690350054645.

Magn og form: 180 töflur í plast stauk.

Best fyrir dagsetning: Allar.

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is