Innköllun á Íslandssósur Rjómasveppasósu

Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað eina tiltekna framleiðslulotu af Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur.  Samhliða hefur Mjólkursamsalan ákveðið að taka úr sölu og innkalla þrjár tilteknar framleiðslulotur af Villisveppaosti. Þessar vörur eru merktar með eftirfarandi hætti:

Rjómasveppasósa:
Best fyrir: 16.10.2022

Villisveppaostur:
Best fyrir: 01.03.2023
08.03.2023
18.03.2023

Ástæða innköllunarinnar er að aðskotahlutir fundust í kryddi sem notað var í  framleiðslu beggja varanna.

Hér má lesa fréttatilkynningu um innköllunina.