Skilaboð frá Aðföngum vegna COVID-19

Aðföng hafa aðlagað starfsemi sína vegna COVID-19 faraldursins sem nú gengur yfir. Fyrirtækið leggur sig fram um að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra til að tryggja öryggi starfsmanna sinna og viðhalda eðlilegu þjónustustigi.

Athygli er vakin á því að meðan á s.k. samkomubanni stendur hafa allar heimsóknir í fyrirtækið verið verulega takmarkaðar. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta fjarfundarbúnað, tölvupóst eða síma í staðinn.

VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR!