Sumarstarf í gæða- og umhverfisteymi Aðfanga

Aðföng leitar að öflugum og metnaðarfullum nema í matvæla- og/eða næringarfræði í starf með námi og fullt starf yfir sumarmánuðina. Starfið tilheyrir gæða- og umhverfisteymi fyrirtækisins og eru helstu verkefni:
• gæðaeftirlit í vöruhúsi og kjötvinnslu; t.d. söfnun, skráning og úrvinnsla gagna.
• eftirfylgni með og kynning á flokkun úrgangs innan fyrirtækisins.
• merkingar matvæla og efnavara.
• viðhald gæðakerfis; s.s. vörulýsinga.
Ráðningartímabil er frá 1. mars eða eftir nánari samkomulagi. Vinnutími er milli kl 8 og 16 á virkum dögum. Á námstíma er m.v. að vinnuframlag sé alls 4 dagar á mánuði.
Einnig er í boði aukavinna um helgar við almenn störf í vörhúsi, svo sem í vöruafgreiðslu. Unnið er þar aðra hvora helgi, laugardag og sunnudag, milli klukkan 07:30 og 12:30. Unnið er annan daginn aðra hvora helgi yfir sumarmánuðina.

Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2024.

Umsóknir og fyrirspurnir um starfið sendist á Baldvin Valgarðsson, gæða- og umhverfisstjóra; netfang: baldvin@adfong.is / sími: 5305645
/ www.adfong.is / www.vinfong.is / www.himneskt.is / www.ferskar.is /