Sumarstarf – Næturvarsla í vöruhúsi

Aðföng leitar að starfskrafti til að sinna næturvörslu í vöruhúsi í sumar. Unnið er á vöktum frá 18:00 – 06:00. Unnið er í sjö daga og frí í sjö daga, frá miðvikudegi til miðvikudags. Starfið snýst að mestu um frágang á vöruhúsi eftir starfsemi dagsins. Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði og umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri. Nánari upplýsingar veita: Ársæll Magnússon og Guðjón Hall. Sótt er um starfið á vef Aðfanga. [12.06.2018: Ráðið hefur verið í starfið]