Meiraprófsbílstjóri óskast í framtíðarstarf

Aðföng leitar að meiraprófsbílstjóra í framtíðarstarf við útkeyrslu á vörum í verslanir.

Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn.
Unnið er til skiptis á dag og kvöldvöktum, með góðu vaktarfríi á milli.

Sækja skal um starfið hér á heimasíðunni okkar og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að æskja um. Óskað er eftir að ferilskrá fylgi umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 11.3.2019.

Uppfært 9.4.2019: Ráðið hefur verið í starfið.