Innköllun á Tostitos Chunky Salsa

Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma (15,5 oz.) glerkrukkum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku.

Varan var til sölu í verslunum Bónus, Hagkaups og Super1 á tímabilinu 24. júlí 2018 til 26. mars 2019. Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu best fyrir dagsetninguna 10. apríl 2019.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Tostitos Chunky Salsa, medium

Strikamerki: 028400055987

Nettóþyngd: 439,4g (15,5 oz.)

Best fyrir dagsetning: 10. apríl 2019

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is