Innköllun á brasilíuhnetum

Með hliðsjón af neytendavernd hefur System Frugt A/S í Danmörku, í samstarfi við Aðföng, ákveðið að taka úr sölu og innkalla Delicata Brasilíuhnetur í 100 gramma pokum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að við reglubundið eftirlit greindist aflatoxin í hnetunum yfir mörkum.

Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaups á tímabilinu 9. ágúst til 19. september 2018.

Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Delicata Brasilíuhnetur
Strikamerki: 5690350050647
Nettóþyngd: 100g
Best fyrir dagsetning: 30.04.2019

Sérstök athygli er vakin á því að innköllunin varðar eingöngu tilgreinda best fyrir dagsetningu.

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. System Frugt A/S og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is

Tilkynning send fjölmiðlum ásamt mynd af vörunni.