Um Okkur (texti)

Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði. Fyrirtækið sinnir innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir verslanir Bónus, Hagkaups, Olís og Stórkaups. Að jafnaði starfa um 150 manns hjá fyrirtækinu.

Sögu Aðfanga má rekja aftur til ársins 1993 þegar það hóf starfsemi í Suðurhrauni 1 í Garðabæ. Í september 1998 flutti fyrirtækið í Skútuvog 7 í Reykjavík. Árið 2019 stækkaði vöruhús Aðfanga þegar tekið var við húsnæði að Skútuvogi 9. Árið eftir sameinaðist Aðföng og kjötvinnslan Ferskar kjötvörur og sama ár var tekin í notkun kæli- og frystivörugeymsla í Korngörðum 1.

Jafnlaunavottun

Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.