Um Okkur (texti)

Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði.  Sögu fyrirtækisins má rekja aftur til ársins 1993 þegar það hóf starfsemi í Suðurhrauni 1 í Garðabæ. Í september 1998 flutti fyrirtækið í Skútuvog 7 í Reykjavík. Starfsemi fyrirtækisins felst í innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir matvöruverslanir Bónus, Hagkaups og Olís. Að jafnaði starfa um 90 manns hjá Aðföngum.

Jafnlaunavottun

Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.