Innköllun á pestói vegna aðskotahlutar

Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla Himneskt Lífrænt rautt pestó.

 Ástæða innköllunarinnar er að glerbrot fannst í einni krukku.

Innköllun stendur yfir en varan hefur fengist í verslunum Bónus og Hagkaups.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Himneskt Lífrænt rautt pestó

Strikamerki: 5690350050692

Nettómagn: 130g

Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022

Viðskiptavinum Bónus og Hagkaups sem keypt hafa vöruna er ráðið frá því að neyta vörunnar og er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is