Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Tahini kakó

Tahini kakó

Ljúffengur og vermandi tahini drykkur, góður þegar aðeins er farið að kólna í veðri. 

Þessi drykkur er mjög einfaldur, aðal uppistaðan er tahini og heitt vatn. Svo bætum við döðlum út í til að sæta og góðum kryddum.

Vegan

Vegan

Vegan

Mjólkurlaust

Mjólkurlaust

Mjólkurlaust

Egglaus

Egglaus

Egglaus

Glútenlaus

Glútenlaus

Glútenlaus

Hráefni
Hráefni

1 msk tahini 
2 lífrænar döðlur 
1½ tsk kakóduft 
¼ tsk kanill 
¼ tsk vanilla 
⅛ tsk möluð kardimomma
túrmerik af hnífsoddi
nokkur korn svartur pipar
pínulítið salt
1½ dl heitt vatn

Aðferð
Aðferð

Hitið vatn í katli. Setjið tahini, döðlur, kakóduft og krydd í blandarann. Hellið vatninu út í og blandið þar til silkimjúkt. Ath að setja blandarann í gang á lægstu stillingu og hækka svo hægt og rólega, svo heiti vökvinn skvettist ekki óvart uppúr.

Ef þið eigið ekki öll kryddin er alveg hægt að útbúa einfaldari drykk. Aðal atriðið er að blanda saman tahini, döðlu, kakódufti og heitu vatni og svo þeim kryddum sem þið eigið til. 

Einnig er hægt að nota möndlusmjör í staðinn fyrir tahini.