Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Rauðrófu og kjúklingabaunaskál

Rauðrófu og kjúklingabaunaskál

Vegan

Vegan

Vegan

Hráefni
Hráefni
Grænmeti

300g rauðrófur, afhýddar og skornar í báta
1 tsk fennelduft
½ tsk cuminduft
½ tsk sjávarsalt flögur 

300g blómkál, skorið í passleg blóm eða bita
1 tsk garam masala
½ tsk sjávarsaltflögur 

1 dós lífrænar forsoðnar kjúklingabaunir, (hellið vökvanum af)
1 tsk reykt paprika
½ tsk chili flögur
1 tsk sjávarsalt flögur
2-3 msk ólífuolía 

1 avókadó, afhýtt, steinninn fjarlægður og skorið í fernt
2 gulrætur, skornar julienne i mjög þunna strimla
kjarnarnir úr ½ granatepli
1 hnefi spínat eða annað grænt kál/salat 

Sósa

100g sýrður rjómi eða vegan sýrður rjómi
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk sinnep
1 tsk hunang (notið agave ef vegan)
½ tsk sjávarsaltflögur

Aðferð
Aðferð

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, raðið rauðrófunum á 1/3 hluta ofnskúffunnar, blómkálinu á 1/3 hluta og kjúklingabaununum á 1/3 hluta.

Kryddið rauðrófurnar með fennel, cumin og salti, blómkálið með garam masala og salti, kjúklingabaunirnar með reyktri papriku, chiliflögum og salti og endið á að skvetta olíunni yfir allt.

Bakið við 200°C í 15 – 20 mín.

Á meðan grænmetið og baunirnar eru að bakast þá hrærið öllu saman sem fer í sósuna, skerið gulrætur, avókadó og gerið granateplakjarnana tilbúna.

Skiptið öllu í 2 skálar, setjið sósuna yfir og njótið.