Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Klesstar kartöflur

Klesstar kartöflur

Vegan

Vegan

Vegan

Hráefni
Hráefni

1 kg nýjar kartöflur
1 tsk sjávarsaltflögur
1-2 msk ólífuolía
2 avókadó
safi og hýði af 1 sítrónu
1 hvítlauksrif, pressað
2 msk ferskur kóríander, smátt saxaður
2 msk graslaukur, smátt saxaður
2/3 -1 tsk sjávarsaltflögur
¼ tsk chiliflögur

Aðferð
Aðferð

Byrjið á að sjóða kartöflurnar, kælið og hellið vatninu af.

Hitið ofninn í 200°C, setjið bökunarpappír í ofnskúfu, merjið kartöflurnar og raðið í ofnskúffuna, stráið salti yfir ásamt olíu og bakið í 25 mínútur eða þar til stökkar og girnilegar.

Á meðan kartöflurnar eru í ofninum, maukið avókadóið og setjið í skál, bætið út í sítrónusafa, sítrónuhýði, kóríander, graslauk, hvítlauk og stappið saman. Smakkið til með sjávarsaltflögum og chiliflögum.

Setjið 1 msk ofan á hverja kartöflu þegar þið berið fram.