Auðvelt
ólífuolía til að steikja upp úr (t.d. olíuna af grilluðu paprikunum)
1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í sneiðar
5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð
2 msk tómatpúrra
1 krukka grilluð paprika í ólífuolíu frá Ítalía, bæði paprikan og hluti af olíunni
1 krukka soðnar kjúklingabaunir
10 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 tsk sjávarsaltflögur
1 tsk cuminduft
½ tsk reykt paprikukrydd
½ tsk chiliflögur
nokkur mintulauf eða annað ferskt krydd
Uppáhalds grilluðu paprikurnar okkar eru frá Ítalía, merki sem fæst í Bónus og Hagkaup.
Byrjið á að sigta olíuna frá grilluðu paprikunni. Við notum olíuna til að steikja upp úr og paprikuna í réttinn.
Hitið olíuna á pönnu, steikið lauk og hvítlauk þar til liturinn verður gullinn, eða í um 5-8 mínútur.
Bætið tómatpúrrunni út á og leyfið að malla í 1 mín.
Setjið grilluðu paprikuna, kjúklingabaunirnar, kirsuberjatómatana og kryddið út á og látið malla saman í 5-6 mínútur.
Grófsaxið mintulaufin og bætið út á og berið fram. Mjög gott með naan brauði eða pítubrauði eða vefju.
Ef þið ætlið að galdra þennan rétt fram í útilegu er sniðugt að mæla kryddin heima, blanda saman og setja í litla krukku til að taka með.