Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Hafragrautur með hnetusmjöri

Hafragrautur með hnetusmjöri

Hafragrautur er sígildur morgunverður, enda hollur og bragðgóður. Hafið þið prófað að setja skeið af hnetusmjöri út á grautinn? Hvílíkur lúxus! Grauturinn verður saðsamari fyrir vikið og orkan endist aðeins lengur. Út á grautinn er gott að setja ávexti, t.d. epli, peru, banana, ber eða rúsínur.
Þessi uppskrift gefur einn skammt, en um að gera að tvöfalda eða margfalda fyrir fleiri.

Innihald

Innihald

Hafragrautur fyrir einn


1 dl lífrænir tröllahafrar

2-3 dl vatn

½ tsk kanill

salt af hnífsoddi

2 tsk himneskt hnetusmjör, gróft

1-2 tsk rúsínur (má sleppa)

uppáhalds ávöxturinn þinn (t.d. epli, pera, ber eða banani)

mjólk að eigin vali (t.d. jurtamjólk)

Uppskrift

Uppskrift

Setjið vatnið í pott og kveikið undir. Bætið höfrunum út í ásamt kanil og salti. 

Látið grautinn malla í 2-5 mín, eða þar til tilbúinn. Passið að hræra í annað veifið svo grauturinn brenni ekki. 

Setjið grautinn í fallega skál, stráið því sem hugurinn girnist yfir, ásamt vænni skeið af hnetusmjöri. Hellið smávegis jurtamjólk út á og njótið!

Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.