Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Acai eða sólberja skál

Acai eða sólberja skál

Acai skálar eru vinsæll morgunmatur eða létt máltíð.

Himneska hnetusmjörið er dásamlegt út á skálina, ásamt lífrænu haframúslí og ferskum ávöxtum.

Innihald

Innihald

2 ½ dl frosin sólber, hindber eða acai mauk

2 bananar, í sneiðum

1 tsk vanilla

1 dl kókosmjólk*

ofan á:
  • hnetusmjör

  • haframúslí

  • ferskir ávextir ef vill

Uppskrift

Uppskrift

* fyrir rjómakenndari skál er hægt að setja kókosmjólkurdósina inn í ísskáp í smá stund svo þykki hlutinn stífni og nota bara þykka hlutann í uppskriftina.

AÐFERÐ
Setjið kókosmjólk, banana og vanillu í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Hafið blandarann í gangi, takið tappann úr lokinu og setjið sólberin eða acai maukið (sem gott er að skera í litla bita) ofan í nokkur í einu. Þannig nær skálin að verða alveg silkimjúk.
Ef blandarinn ykkar er ekki mjög kröftugur er hægt að setja þetta fyrst í matvinnsluvél og síðan í blandarann. Eða hafa þetta þynnra og setja síðan inn í frysti smá stund svo skálin þykkni.

Setjið maukið í skál og skreytið með hnetusmjöri, ferskum ávöxtum, haframúslí og jafnvel hnetum eða fræjum ef vill.
Njótið!

Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.