Til baka

Túrmerik og hampsjeik

Þessi hristingur er mildur og góður í morgunsárið. Ef þið viljið meira bragð er um að gera að smakka hann til eftir smekk.

⅔ dl hampfræ 

2 dl vatn

2 ½ dl frosið mangó 

½ banani

1 msk hörolía

1 msk engiferskot 

1 msk sítrónusafi

1 tsk chiafræ

½ - ¾ tsk túrmerik

½ tsk möluð kardemomma

Byrjið á að setja hampfræ og vatn í blandara og blandið í 10-15 sekúndur, þar til úr verður hampfræjamjólk.

Skerið ávextina í bita og setjið út í ásamt restinni af uppskriftinni.

Blandið öllu saman í blandara þar til silkimjúkt.

Njótið!

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum