Til baka
Tófú skál
Ristaða sesam olían okkar og tamari sósan eru frábærar í alls kyns marineringar og sósur. Hér notum við þær ásamt engiferskotinu til að marinera tófú í ljúffenga sushi skál.
200g tófú, skorið í bita og marinerað
marinering:
2 msk tamarisósa
1 msk ristuð sesamolía
1 msk engiferskot
1 msk hlynsíróp eða agave
1 tsk sítrónusafi
150g hrísgrjón
150g edamame (frosnar baunir)
100g agúrka, skorin í 1x1cm teninga
100g vatnsmelónur, skornar í 2x2 cm teninga
1 avókadó, skorið í 1x1 cm teninga
50g pikklaður engifer
50g radísur, skornar í þunnar sneiðar (t.d. á mandólíni)
2 msk gomasio (sjá uppskrift undir meðlæti-kryddblöndur, eða notið salt og sesamfræ í staðinn)
Tófú:
Blandið marineringunni saman og látið tófúbitana marinerast, t.d. í 30 mín.
Bakið við 200°C í 20 mínútur
Hrígrjón:
Soðin samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Skerið niður grænmetið og hellið soðnu vatni yfir edamame baunirnar.
Setjið í 2 skálar, væna kúlu af hrísgrjónum i miðjuna og raðið grænmetinu og tófúinu í kringum þau.
Setjið smá gómasíó yfir hrísgrjónin. Ef þið eigið ekki gómasíó (uppskrift finnið þið undir meðlæti-kryddblöndur) þá getið þið notað smá salt og sesamfræ í staðinn.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.