Til baka
Þóreyjarborgari
Hráefnið fyrir 4
4 stk stór sveppur, t.d. Portobello eða risa Flúða-sveppur, u.þ.b. sama stærð og borgarinn
4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
4 stk hamborgarabrauð
Hvítlaukssmjör
8 sneiðar ostur
Salt
Nýmalaður pipar
BBQ sósa
Kál
Grúka, skorin í sneiðar
Sýrður rjómi m/hvítlauk
Aðferðin
Penslið svepp með hvítlaukssmjöri og grillið á efri grindinni á grillinu. Kryddið hamborgara með salti og pipar og penslið með BBQ-sósu, gott er að gera þetta nokkur áður en borgarinn fer á grillið svo hann marínerist í sósunni. Grillið borgarann þar til hann fer að svitna, snúið honum þá við og leggið ostsneiðar ofan á. Látið ostinn bráðna og hitið hamborgarabrauð á grillinu á meðan. Þá hefst púsluspilið. Smyrjið neðri hluta brauðsins með BBQ-sósu, leggið kál ofan á og síðan kjötið, gúrkusneiðar og grillaða sveppinn. Smyrjið efri hluta brauðsins með sýrðum rjóma og leggið það ofan á.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.