Til baka
Súkkulaðibitakökur
Í þessar dýrindis súkkulaðibitakökur notum við 71% súkkulaðið okkar, sem er fairtrade vottað og gefur ríkulegt súkkulaðibragð.
⅔ b kókosolía, bráðin
1 ⅓ b hrásykur
½ b mjólk, t.d. möndlu eða haframjólk
2 tsk vanilla
2 ½ b spelt, fínt og gróft til helminga
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk sjávarsaltflögur
200g súkkulaði, saxað
Blandið saman kókosolíu og sykri, t.d. í hrærivél eða skál. Bætið möndlumjólkinni og vanillunni út í. Setjið þurrefnin út í og blandið létt. Að lokum bætist saxað súkkulaðið við, rétt blandið því lauslega út í.
Fínt er að kæla deigið aðeins áður en þið mótið litlar kökur til að setja á bökunarpappír. Kökurnar breiða vel úr sér í ofninum svo passið að hafa nóg bil á milli.
Bakið kökurnar í forhituðum ofninn við 175°C, í 12-14 mínútur.
Takið bökunarpappírinn af ofnplötunni og látið kökurnar kólna áður en þið freistist til að smakka.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.