Til baka
Steiktar döðlur
Þessar steiktu döðlur eru dásamlegt að bera fram á meðan þær eru ennþá heitar, með smáréttum eins og hummus, pítubrauði, taziki, ólífum, ofnbökuðu eða fersku grænmeti. Þær eru líka rosalega góðar sem partur af kex og osta bakka.
18 döðlur
2-3 msk jómfrúar ólífuolía
2 msk pistasíu hnetur
1 msk límónuhýði
½ tsk sjávarsaltflögur
Steikið döðlurnar á pönnu við miðlungshita í 2-3 mín.
Bætið pistasíu hnetum út á og látið malla í u.þ.b. 2 mín í viðbót.
Stráið límónuhýði yfir ásamt sjávarsalt flögum og berið fram sem meðlæti með einhverju girnilegu eins og hummus, pítubrauði, fetaosti, taziki, ólífum, grænmeti. Eða með ostum og kexi.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.