Til baka
Spelt bollur
Einfaldar og góðar spelt bollur, frábærar nýbakaðar með (vegan) smjöri og góðu áleggi eins og niðurskornu grænmeti eða hummus.
200g fínt spelt
200g gróft spelt
150g fræ blanda (t.d. sesam/sólkjarna/graskers)
50g kókosmjöl
4 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
2 tsk sjávarsalt flögur
4 msk sítrónusafi
525 ml volgt vatn
Forhitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Setjið öll þurrefnin saman í stóra skál og blandið saman með sleif.
Hellið nú vatninu og sítrónusafanum út í og blandið þar til deigið lítur út eins og grautur. Passið að hræra ekki of mikið, við viljum halda loftinu í deiginu.
Gott er að nota ískúluskeið til að móta bollurnar.
Raðið deigbollum á bökunarpappírinn og passið að hafa 5cm á milli svo þær hafi rými til að stækka í ofninum.
Bakið í 25 mín við 200°C.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.