Til baka
Söruborgari
Hráefnið fyrir 4
4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
Maldon-salt
Krydd eftir smekk (hér er notað kjöt- og grillkrydd, ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum)
Íslenskt smjör
Kúmenostur
1 krukka/ur sólþurrkaðir tómatar
1 stk eggaldin
1 askja/öskjur villisveppir
2 stk gular paprikkur
2 msk hveiti
Rjómi
4 stk stór pítubrauð, fást í flestum bakaríum
Aðferðin
Kryddið hamborgara með Maldon-salti, kjöt- og grillkryddi og ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum og steikið á á grillpönnu. Það má að sjálfsögðu steikja þá á venjulegri pönnu. Setjið Góða Klípu af íslensku smjöri á pönnuna.
Setjið nokkrar sneiðar af kúmenosti ofan á borgarana þegar búið er að snúa þeim við og leggið lok yfir pönnuna svo osturinn bráðni vel. Hellið sólþurrkuðum sómötum og allri olíunni af þeim á aðra pönnu og hitið vel.
Brytjið grænmeti, setjið á pönnuna með tómötunum og steikið allt vel saman. Veiðið grænmetið af pönnunni með götóttum spaða þannig að olían verði eftir á pönnunni. Setjið hveiti útí olíuna og hrærið vel í svo ekki komi kekkir. Hellið rjóma saman við og hrærið vel í. Kryddið sósuna með salti og sama kryddi og fór á hamborgarann, gott er að bæta hvítlaukssalti, -dufti eða ferskum hvítlauk saman við ef þið eruð hrifin af hvítlauk.
Skerið pítubrauð í tvennt og hitið þau snöggt á heitri pönnu. Setjið hamborgarabuff, grænmetið og sósuna á annan brauðhelminginn og toppið með hinum.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.