Til baka
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara. Þeir eru þekktir fyrir að vera safaríkir og með stökka áferð sem gerir þá að uppáhaldi fyrir matgæðinga sem elska einfaldan en bragðmikinn hamborgara. Í þessari grein ætlum við að skoða hvernig smash hamborgarar eru búnir til, hvað greinir þá frá hefðbundnum hamborgurum, og hvers vegna þeir hafa hlotið svona miklar vinsældir.
Smash borgarar: Hvað gerir þá sérstaka?
Smash hamborgarar eru frábrugðnir hefðbundnum hamborgurum meðal annars vegna matreiðsluaðferðar og áferðar. Smash borgarar frá Íslandsnauti eru lausmótaðir í pakkningunni sem gerir þér kleift að móta borgarann eftir eigin smekk og fituinnihald er hátt eða um 20%. Þessir eiginleikar gera það að verkum að borgarinn fær karamelliseraða áferð og verður safaríkari og bragðmeiri við steikingu.
Allir Smash borgarar frá Íslandsnauti eru eingöngu unnir úr íslensku og fersku ungnautakjöti.
Hvernig er Smash borgari matreiddur?
Lykiltækni í gerð Smash borgara er fólgin í því að „smash-a“ (þ.e. pressa) kjötið á heita plötu eða pönnu. Þú getur mótað hamborgarann þinn eftir því sem þér þykir best; ertu með stórt brauð eða minna brauð, viltu hafa hann þunnan eða þykkan? Hafðu borgarann eins og þér þykir hann bestur!
Leiðbeiningar að matreiðslu Smash style borgara frá Íslandsnauti:
Smash style borgararnir koma lausmótaðir úr pakkningunni.
Pressið og mótið borgarann eftir þínum smekk.
Hitið pönnuna eða grillið í 200 gráður.
Steikið eða grillið borgarana í u.þ.b. fjórar mínútur á hvorri hlið.
Bætið við osti ef þið viljið, og eldið þar til osturinn bráðnar.
Berið fram á ristuðu hamborgarabrauði með því áleggi sem ykkur líkar best.
Smash borgari er einföld en ljúffeng leið til að njóta klassísks réttar með nýstárlegum blæ. Við mælum með að þú prufir alls konar hamborgara með fjölbreyttum samsetningum á meðlæti. Verið frumleg og óhrædd við að prófa eitthvað nýtt - hver veit nema þín uppskrift endi á sigurför um heiminn.
Eldum til að njóta - verði þér að góðu!
Hér getur þú skoðað verðlaunatillögur af uppskriftum sem gætu gefið þér innblástur.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Bergsborgari
Einfaldlega góður