Til baka

Siggaborgari

Hráefnið fyrir 4


650 gr Íslandsnaut nautahakk

2 stk hvítlauksgeirar, maukaðir

1/2 laukur, fínt saxaður

2 stk egg

1 msk Cajun-krydd (Bayou Cajun frá McCormick)

1/3 stk chili-aldin, fínt saxað

2/3 stk piparostur,rifinn

Salt

Nýmalaður Pipar

4 stk hamborgarabrauð

Hvítlaukssósa

Grænmeti, eftir smekk

Guacamole

Aðferðin


Blandið öllu saman og mótið borgara. Grillið borgarana eða steikið á pönnu, passið bara að þeir séu steiktir í gegn þar sem þeir eru mjög þykkir. Leggið ostsneið ofan á. Smyrjið hamborgarabrauð með hvítlaukssósu. Veljið ykkur meðlæti eftir smekk og raðið ofan á hamborgarabrauðið, t.d. salat, gúrkur, tómata og rauðlauk og mjög gott er að hafa smjörsteikta sveppi líka. Leggið hamborgara ofan á grænmetið og setjið guacamole ofan á, toppið með hamborgarabrauði.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum