Til baka
Orkukúlur
Þessar kúlur með haframjöli og hnetusmjöri er gott að geyma í kælinum og næla sér svo í eina og eina með kaffinu.
2 dl haframjöl
1 dl hnetusmjör
½ dl síróp
2 msk vanilluprótein duft
35g saxað dökkt súkkulaði
Hrærið öllu saman í skál.
Mótið kúlur.
Hægt er að velta kúlunum upp úr fræjum, kakódufti eða kókosmjöli ef vill.
Sniðugt er að geyma kúlurnar í kæli.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.