Til baka
Orkubitar
Orkustykki úr haframjöli, fræjum, döðlum og súkkulaði.
½ b haframjöl
100g döðlur
½ b sesamfræ
½ b sólblómafræ
½ b graskerjafræ
½ b soðnar kjúklingabaunir
½ b (100g) súkkulaði, brætt
½ tsk sjávarsalt
Setjið allt nema súkkulaðið í matvinnsluvél og maukið.
Bætið svo bræddu súkkulaðinu út í og blandið saman við.
Setjið bökunarpappír í form og þjappið deiginu þar í.
Látið stífna í kæli eða frysti. Gott að skera áður en þetta verður og hart.
Geymist best í kæli/frysti
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.