Til baka

Marineraður borgari

Hráefnið fyrir 4


4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar

50 ml Plum Sauce frá Blue Dragon

50 ml Spare Rib Sauce frá Blue Dragon

2 hvítlauksgeirar

4 stk hamborgarabrauð

1 stk Límóna (safinn kreistur úr)

1 msk púðursykur

4 msk olía

1 stk rautt chili-aldin

Mexíkó-ostur

Guacamole

Kál

Tómatar, skornir í sneiðar

Aðferðin

Maukið Blue Dragon-sósur, hvítlauk, límónusafa, púðursykur, olíu og chili-aldin saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Marínerið hamborgara upp úr blöndunni í 2-4 klst., geymið í kæli á meðan. Grillið hamborgarana, setjið ost ofan á eftir að búið er að snúa þeim við einu sinni og berið fram í hamborgarabrauði með guacamole, káli og tómötum eða öllu því grænmeti sem þið viljið.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum