Til baka
Lummur m/bláberjum
Frábærar í brunch eða eftirmiddags kaffi.
250g lífrænt spelt
1 tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
3 msk hrásykur
¼ tsk sjávarsalt
4½ - 5 dl jurtamjólk
3 msk ólífuolía
1 tsk eplaedik
100g frosin bláber
Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, sykri og salti í skál.
Bætið jurtamjólkinni, olíunni og eplaedikinu út í, hrærið þar til allt er vel blandað saman.
Setjið bláberin út í og hrærið.
Hitið olíu á pönnu og setjið 1 væna matskeið fyrir hverja lummu og bakið í 1 ½ mín á hvorri hlið.
Berið fram með því sem ykkur finnst best. T.d. hlynsírópi, ferskum bláberjum, eða einhverju allt öðru.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.