Til baka
Ljúffengt granóla
Sósan
1 ¼ dl heitt vatn
2 pokar Vanilla chai te - lífrænt frá Pukka
⅔ dl tahini
2 msk kókosolía
2 msk hlynsíróp
(Sleppið sírópinu ef þið eru sykurlaus)
Þurrefnin
7 dl tröllahafrar
5 dl kókosflögur
2 ½ dl saxaðar möndlur
1 ¼ dl graskerjafræ
1 ¼ dl sólblómafræ
2 msk sesamfræ
2 msk chiafræ
2 msk hampfræ
2 msk hörfræ
Byrjið á að brugga teið með því að setja 2 te poka út í 1 ¼ dl af vatni og látið standa í 5 mín. Hendið tepokunum og setjið teið í blandarann ásamt restinni af uppskriftinni og blandið saman
Setjið allt hráefnið i stóra skál. Hellið sósunni yfir og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu (2 ofnskúffur). Dreifið úr blöndunni og bakið við 175°C í 30-40 mín. Hrærið í á um 10 mín fresti.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.