Til baka
Himneskur hafragrautur
Þetta er frábær morgungrautur sem þarf ekki að elda heldur bara leggja í bleyti yfir nótt.
2 dl tröllahafrar eða haframjöl
2 msk sesamfræ
2 msk graskersfræ
2 msk kókosmjöl
2 msk rúsínur
2 stk döðlur, smátt saxaðar
2 stk lífrænar aprikósur, smátt saxaðar
Út á:
1 dl ávextir í sneiðum
(t.d. epli, banani, mangó, bláber)
1 dl möndlumjólk
1 msk kakónibbur
Setjið allt í skál, hellið vatni út á, látið fljóta svona 2 cm yfir og látið standa yfir nótt. Hellið vatninu af og setjið allt í matvinnsluvél og blandið lauslega.
Setjið í skál ásamt ferskum ávaxtabitum, hellið möndlumjólk út á og stráið kakónibsum yfir. Þessi grautur geymist í 2 sólarhringa í ísskáp.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.