Til baka
Hamborgari í sparifötunum
Hráefnið fyrir 4
4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
8 stk ostsneiðar
4 sneiðar af ferskum ananas (má vera úr dós)
4 stk hamborgarabrauð
12 stk beikonsneiðar
4 stk sveppir, skornir í sneiðar
1 stk hvítlauksgeiri, marinn
Krydd eftir smekk
Smjör
Sinnepssósa
BBQ-sósa
Kál
Gúrka, skorin í sneiðar
Tómatar, skornir í sneiðar
Rauðlaukur, skorinn í sneiðar
Aðferðin
Grillið hamborgara, kryddið eftir smekk og setjið ostsneiðar ofan á þegar búið er að snúa hamborgurunum við. Setjið ananassneiðar á grillið en gætið þess að snúa þeim ört svo þær brenni ekki. Hitið hamborgarabrauð smástund á grillinu. Steikið beikon á pönnu. Steikið sveppi upp úr smjöri á annarri pönnu og bætið hvítlauk saman við.
Setjið sinnepssósu á neðri hluta hamborgarabrauðanna og BBQ-sósu á hinn helminginn. Þekið neðri brauðin með káli, gúrkum og steiktum sveppum. Leggið hamborgarana ofan á og toppið með beikoni, ananas, tómötum og rauðlauk og loks efra brauðinu. Það má alveg nota hamborgarasósu í stað sinnepssósu og/eða BBQ-sósu.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.