Til baka
Hafraklattar
Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.
110g smjör eða jurtasmjör
200g hrásykur
3 msk agavesíróp
1 tsk vanilluduft eða dropar
1 ½ b haframjöl eða tröllahafrar til helminga
1 b spelt (t.d. fínt og gróft til helminga)
1 b kókosmjöl
1 tsk matarsódi
¾ tsk sjávarsaltflögur
1 tsk kanill
Hitið ofninn í 180°C.
Byrjið á að þeyta saman vegan smjöri og hrásykri í hrærivél þar til það blandast vel saman.
Bætið sírópi og vanillu út í.
Á meðan þetta er að þeytast, setjið haframjöl, spelt, kókosmjöl, matarsóda, sjávarsalt og kanil í skál og blandið saman.
Bætið þurrefnunum saman við sykurblönduna og hrærið þar til þetta blandast vel saman.
Skiptið deiginu í 12 hluta ef þið viljið stórar kökur, en 20 ef þið viljið minni.
Mótið kúlur, setjið á bökunarplötu og létt þrýstið kúlunum niður (fletjið aðeins út ef þið notuðuð smjör). Hafið gott bil á milli, þið þurfið 2 plötur fyrir þessa uppskrift.
Bakið í 12-15 mínútur.
Takið út og látið kólna í amk 10-15 mín, og þá verða kökurnar stökkar og girnilegar.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.