Til baka
Hafragrautur með rabarbara
Rabarbarinn er það fyrsta sem hægt er að uppskera í garðinum ár hvert og þess vegna er svo gaman að nýta hann um leið og hann byrjar að spretta. Við gerðum einfalt rabarbara og jarðaberjamauk sem er æðislegt út á morgungraut, jógúrt eða í hjónabandssælu.
Þar sem maukið inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist það ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.
Rabarbaramauk
600g rabarbari, skorinn í 1 cm þykka bita
400g jarðarber (t.d. frosin)
2 dl hrásykur
2 msk chiafræ
2 msk engifer skot
safi og hýði úr 1 sítrónu
½ tsk sjávarsalt
Hafragrautur
1 dl lífrænir tröllahafrar
2-3 dl vatn
½ tsk kanill
salt af hnífsoddi
Rabarbaramauk
Setjið niðurskorinn rabarbara, jarðaber, hrásykur og chiafræ í pott og látið standa í um 30 mín eða þar til vökvi kemur úr rabarbaranum.
Kveikið undir og látið suðuna koma upp, bætið engiferskoti og sítrónusafa og hýði út í.
Sjóðið í góða klukkustund við vægan hita, en passið samt að suðan detti ekki niður.
Slökkvið undir og látið maukið kólna í pottinum.
Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmmíteygju.
Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur, en lengur í frysti.
Hafragrautur
Setjið vatnið í pott og kveikið undir. Bætið höfrunum út í ásamt kanil og salti.
Látið grautinn malla í 2-5 mín, eða þar til tilbúinn. Passið að hræra í annað veifið svo grauturinn brenni ekki.
Berið grautinn fram með rabarbaramauki og möndlum eða hnetum.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.