Til baka
French toast
French toast er tilvalið í helgar brunch. Snjallt er að nýta dagsgamalt súrdeigsbrauð í french toast.
Þessi uppskrift er vegan, í staðinn fyrir egg notum við kókosmjólk, banana og chiafræ.
súrdeigsbrauðsneiðar, 8 meðalstórar eða 4 stórar
2 msk olía til að steikja upp úr
deig:
2 dl kókosmjólk
1 dl kókospálmasykur
1 þroskaður banani
1 msk chiafræ
½ tsk vanilla
smá sjávarsalt
Setjið allt hráefnið í deigið í blandara og blandið saman (kókosmjólk, kókospálmasykur, banani, chiafræ, vanilla og sjávarsalt).
Dýfið brauðinu ofan í deigið, látið liggja í 15 sek á hvorri hlið (ef það liggur mikið lengur getur brauðið orðið of blautt og þá verður erfitt að fá stökka og girnilega húð á það).
Steikið brauðið í kókosolíunni á heitri pönnu, í um 2 mín á hvorri hlið.
Berið fram með ferskum berjum, hlynsírópi og nokkrum sjávarsaltkornum.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.