Til baka
Ferskasti borgarinn
Hráefnið fyrir 4
500 gr Íslandsnaut nautahakk
100 gr brauðraspur
1 stk hvítlauksgeiri, marður
3 msk teriyaki-sósa
1 msk Dijon-sinnep
Salt
Nýmalaður Pipar
4 stk hamborgarabrauð
1/2 stk laukur, skorinn í sneiðar
1/2 stk paprika, kjarnhreinsuð og skorin í snieðar
Engifer- og hvítlauksdressing
Aðferðin
Hamborgarabuff: Blandið öllu saman og mótið borgara, u.þ.b. 150 g, úr blöndunni. Steikið borgarana á vel heitri pönnu upp úr svolítilli olíu í 3-4 mín. á hvorri hlið.
Samsetning: Ristið laukhringi á pönnu og setjið á hamborgarabrauð ásamt paprikusneiðum. Leggið borgara ofan á grænmetið og toppið með engifer- og hvítlauksdressingu og brauði. Berið fram með blönduðu, grænu salati, tómötum, gúrku og ferskri basilíku ásamt engifer- og hvítlauksdressingunni.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.