Til baka
Einfaldur chiagrautur
Chiagrautur
½ dl chiafræ
3 dl vatn eða þín uppáhalds jurtamjólk
½ tsk kanill
Út á grautinn
nokkur ber eða bitar ferskur ávöxtur
nokkrar saxaðar möndlur
nokkur mórber
uppáhalds mjólkin þín (ef vill)
Um kvöld: Setjið chiafræin í krukku ásamt vökvanum, hristið eða hrærið aðeins saman og látið standa í ísskápnum fram á morgun. Einnig er hægt að útbúa grautinn samdægurs, látið þá standa í 10 mínútur og hrærið aðeins í. Stráið berjum, möndlum og mórberjum yfir. Ef þið viljið sætari graut má bæta msk af þurrkuðum ávöxtum út á, eða tsk af hunangi. Hellið mjólkinni út á og njótið.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.