Til baka

Brownie hafrabaka

Þessa haframjölsböku er gott að bera fram volga með þinni uppáhalds jógúrt og jafnvel ferskum berjum eða ávöxtum. Tilvalin í helgarbrunch.


500 ml haframjólk

100g agave síróp eða hunang

100g hnetusmjör

50g kókosolía eða ólífuolía

1 tsk vanilla

200g tröllahafrar

50g kókosmjöl

25g kakóduft

1 ½ tsk lyftiduft

Byrjið á að hræra saman í skál: haframjólk, sírópi, hnetusmjöri, olíu og vanillu.

Bætið svo tröllahöfrum, kókosmjöli, kakódufti og lyftidufti út í skálina og hrærið saman.

Setjið í smurt form og bakið við 180°C í 30-35 mínútur.

Gott að bera fram með ferskum berjum og þykkri grískri jógúrt, eða vegan jógúrt frá Soyade, þessi hreina gríska er mjög góð.
Fyrir lúxus útgáfu er mjög ljúffengt að þeyta rjóma eða hafrarjóma og blanda varlega saman við jógúrtina.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum