Til baka
Bleikur chiagrautur
Bleikur og bragðgóður chiagrautur.
200 ml jurtamjólk
100g frosin sólber (eða önnur ber)
1 stór banani
½ tsk vanilla
nokkur korn af sjávarsalti
30g chiafræ
Ofan á grautinn:
hnetusmjör
möndlur eða sólblómafræ
nokkur ber eða niðurskornir ávextir
Notið þá jurtamjólk sem ykkur finnst best. Kókosmjólk gefur rjómakenndustu áferðina, en hafra- eða möndlumjólk er líka góð.
Setjið jurtamjólkina í blandara ásamt sólberjum og banana, kryddið með smá vanillu og sjávarsalti og blandið þar til silkimjúkt.
Hellið í skál eða krukku og hrærið chiafræjunum út í, það borgar sig að hræra í 1-2 mín svo að chiafræin klessist ekki saman, heldur byrji að bólgna út og drekka í sig vökvann.
Ef þið viljið fá sérlega léttan graut þá er smá “trikk” að setja grautinn í hrærivél og hræra í um 5 mín, þá verður áferðin léttari á grautnum.
Setjið inn í ísskáp og látið standa í um 1 klst eða lengur, í lokuðu íláti.
Þennan graut er upplagt að gera að kvöldi til ef þið ætlið að hafa hann í morgunmat. Hann verður bara betri við það að standa í ísskápnum yfir nótt.
Berið fram með hreinu hnetusmjöri, sólblómafræjum/möndlum og ferskum ávöxtum eða berjum.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.