Til baka

Berjatíð

Síðsumars og á haustin eru margir sem hafa það fyrir venju að kíkja í berjamó. Hvílíkur lúxus að hafa aðgang að þessum gersemum sem villtu berin okkar eru.

Bláber og krækiber eru margrómuð fyrir hollustu, auðug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öðrum góðum efnum. Bláber eru sérstaklega rík af andoxunarefnum og krækiber eru góður járngjafi. Hægt er að lesa meira um heilsusamlega eiginleika berjanna hér á síðu Landlæknisembættisins


Útivistin og samveran í náttúrunni eru þó ekki síður mikilvægur partur af hollustu berjanna, að okkar mati. Við mælum með því að leyfa yngstu kynslóðinni að njóta þessarar skemmtilegu hefðar með okkur. Berjamó getur verið yndisleg gæðastund og börnin læra að njóta þess sem náttúran gefur af sér. Gott ráð er að hafa ílátin í minni kanntinum þegar smáir fingur eru með í för, svo auðveldara sé að ná botnfylli, það er svo hvetjandi. Svo geta allir hellt uppskerunni í sameiginlegt stærra ílát og haldið ótrauðir áfram að safna. Stundum vilja börnin helst tína berin beint upp í munn, okkur finnst það frábært, enda verður maturinn ekki mikið ferskari en beint af lynginu. Svo er um að gera að halda berjaveislu strax og heim er komið!

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum