Til baka
Berjasjeik með brokkolí
Mildur og fjölskylduvænn berjasjeik með brokkolí og avókadó.
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann.
1 dl lífrænar möndlur
5 dl vatn
2 dl frosið brokkolí
½ avókadó
1 banani
1 msk chiafræ
1 msk hörfræolía
4-5 dl frosin ber (t.d. bláber og hindber)
Setjið möndlur og vatn í blandara og blandið þar til orðið að möndlumjólk. Bætið þá restinni út í og blandið þar til silkimjúkt. Ef smoothie-inn er of þykkur má bæta ½ -1 dl af vatni við.
Þessi er bestur nýblandaður og kaldur.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.