Til baka
Baunir
Baunir eru hagkvæmur próteingjafi, trefjaríkar, seðjandi og afar ljúffengar. Hér eru góðar leiðbeiningar og uppskriftir.
Baunir eru frábær matur. Nokkuð algengur miskilningur er að það sé vesen að matreiða baunir, en í raun er það lítið mál þegar við höfum kynnst þeim. Auðvitað er fljótlegast að kaupa tilbúnar baunir í krukku, en þeir sem vilja njóta kosta baunanna til fulls, þar með talið hversu hagkvæmur próteingjafi þær eru ættu að prófa að sjóða baunir, allavega einu sinni. Þurrkaðar baunir tvöfaldast eða þrefaldast við suðu og því fáum við mikið fyrir aurinn þegar við kaupum þurrkaðar baunir. Svo er alltaf hægt að sjóða mikið magn, skipta niður í hæfilega skammta og geyma í kæli eða frysti, til að eiga tilbúnar baunir þegar hentar.
Baunir eru fjölhæfar, draga auðveldlega í sig bragð og henta því vel sem uppistaða í næringarríkar máltíðir eins og pottrétti, borgara og buff, vefjur, súpur og salöt. Ævintýragjarnir útbúa meira að segja eftirrétti úr baunum.
Þeir sem vilja draga úr kjötneyslu geta meðal annars íhugað að hafa baunir oftar í matinn, ásamt fleiru úr jurtaríkinu.
Embætti landlæknis mælir einmitt með því að auka hlut fæðu úr jurtaríkinu í Ráðleggingum um mataræði:
"Flestir Íslendingar hefðu heilsufarslegan ávinning af því að auka neyslu á fæðu úr jurtaríkinu, s.s. á grænmeti, ávöxtum, berjum, hnetum, baunum, linsum, fræjum og heilkornavörum. Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða mun auk þess hjálpa til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og vernda þannig umhverfið".
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.