Til baka

Arabinn

Hráefnið fyrir 4


400 gr Íslandsnaut nautahakk

4 stk hamborgarabrauð

Olía

Salt

Nýmalaður pipar

1 rifinn sítrónubörkur (af heilli/heilum sítrónum)

25 gr furuhnetur

1/2 rauðlaukur

2 stk hvítlauksgeirar

1/2 knippi steinselja, helst ítölsk

1 tsk kummin (cumin)

1 tsk kóríanderduft

1/2 tsk kanill

Aðferðin

Setjið rauðlauk, hvítlauk og steinselju í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt er orðið fínhakkað. Bætið þá kryddi og sítrónuberki saman við og síðan furuhnetum og látið vélina ganga mjög stutt (best að nota púlshnappinn ef hann er til staðar) þannig að þær verði grófhakkaðar. Setjið blönduna í skál og hnoðið hakk saman við. Mótið 4 borgara úr hakkinu, a.m.k. 2 cm á þykkt, penslið þá með olíu og grillið á útigrilli eða steikið á grillpönnu í 4-5 mín. á hvorri hlið. Setjið borgarana í hamborgarabrauð, t.d. með salatblaði, tómötum, gúrkum og rauðlaukshringjum. Með þessu er gott að hafa sósu úr jógúrt, söxuðu myntulaufi og ögn af cayenne-pipar.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum