
Mildur og góður hristingur með berjum og hörfræolíu.
½ banani
2 dl jurtamjólk, t.d. möndlumjólk
2 dl frosin bláber eða hindber
1 msk próteinduft (ef vill, má sleppa)
1-2 tsk hörfræolía frá Nyborggaard
má bæta við lúku af spínati ef vill
Setjið allt innihaldið í kröftugan blandara og blandið vel.
Hristingurinn er bestur nýblandaður.