Um okkur
Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á smásölu- og stórnotendamarkaði. Fyrirtækið sinnir innkaupum, birgðahaldi og dreifingu fyrir verslanir Bónus, Hagkaups, Olís og Stórkaups. Að jafnaði starfa um 150 manns hjá fyrirtækinu.
Sögu Aðfanga má rekja aftur til ársins 1993 þegar það hóf starfsemi í Suðurhrauni 1 í Garðabæ. Í september 1998 flutti fyrirtækið í Skútuvog 7 í Reykjavík. Árið 2019 stækkaði vöruhús Aðfanga þegar tekið var við húsnæði að Skútuvogi 9. Árið eftir sameinaðist Aðföng og kjötvinnslan Ferskar kjötvörur og sama ár var tekin í notkun kæli- og frystivörugeymsla í Korngörðum 1.
Jafnlaunavottun
Í lok febrúar 2019 hlutu Aðföng jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins. Það var BSI á Íslandi, sem sá um úttekt á jafnlaunakerfi Aðfanga og vottaði að jafnlaunakerfið uppfyllti öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna Aðfanga og byggir á skilgreindu verklagi til að tryggja að ákvarðanir um laun séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Mannauðsmál
„Markmið Aðfanga er að fyrirtækið sé skipað hæfu, duglegu, vel þjálfuðu og traustu starfsfólki sem tileinkar sér og stendur vörð um gildi Aðfanga.„
Starfsmannastefna Aðfanga – Starfsmannastefna
Jafnréttis og jafnlaunastefna
„Jafnréttis- og jafnlaunastefnu Aðfanga er ætlað að tryggja öllu starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á í lögum um jafna stöðu kynjanna. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Aðfanga.“
Stefnuskjölin má nálgast hér – Jafnréttis og jafnlaunastefna og Launastefna.
Gildin okkar
Ábyrgð
Hver og einn ber ábyrgð á sínu viðhorfi og sínum árangriDugnaður
Vinnusemi og ósérhlífni skilar viðskiptavinum okkar verðmætumHeiðarleiki
Við segjum sannleikann og drögum ekkert undanHreinskilni
Við liggjum ekki á skoðun okkar og rökstyðjum hanaEkkert bruðl
Við berum virðingu fyrir þeim verðmætum sem okkur er treyst fyrirLiðsheild
Samvinna stuðlar að betri heildarárangri, vinnum samanMetnaður
Við leitum stöðugt að nýjum leiðum til að bæta störf okkar, fyrirtæki og umhverfi til að þjóna viskiptavinum okkar betur104 Reykjavík
Sími: +354 530 5600
Netfang: upplysingar@adfong.is
Kennitala: 450199-3469
VSK númer: 106035
Upplýsingar um vafrakökur
Opnunartímar (alla virka daga):
Skútuvogur 7:Skrifstofa: 08:00 - 16:00
Vörumóttaka: 07:30 - 15:30
Korngarðar 1:
Vörumóttaka (frystir og kælir): 10:00 - 14:00
Síðumúli 34:
Kjötvinnsla. Beinn sími: 414 6300
Skrifstofa: 08:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00
Vörumóttaka: 07:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00