Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa SFC Wholesale Ltd, í Bretlandi, og Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Take Home Boneless Bucket í 650g pakkningu og SFC Southern Fried Chicken Strips í 400g pakkningu.
Ástæða innköllunarinnar er að Salmonella hefur fundist í framleiðslulotum.
Vörurnar fengust í verslunum Hagkaups og Bónus, en hefur verið innkallaðar þaðan.
Upplýsingar um vörurnar:
Vöruheiti: SFC Take Home Boneless Bucket
Nettómagn: 650g
Strikamerki: 5031532020629
Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C
Lotunúmer: Öll lotunúmer
Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar til og með 30-06-2022
Dreifing: Verslanir Hagkaups
Vöruheiti: SFC Southern Fried Chicken Strips
Nettómagn: 400g
Strikamerki: 5031532020018
Geymsluskilyrði: Frystivara, -18°C
Lotunúmer: Öll lotunúmer
Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar til og með 30-06-2022
Dreifing: Verslanir Hagkaups og Bónus
Viðskiptavinum Hagkaups og Bónus sem keypt hafa vörurnar er ráðið frá því að neyta þeirra og er bent á að þeir geta skilað þeimí verslunina þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu. SFC Wholesale Ltd og Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori[at]adfong.is