Hörfræolía, kaldpressuð

250 ml

Innihald

Hörfræolía*.
*Lífrænt ræktað 

Næringargildi í 100g

Orka: 3700 kJ / 900 kkal
Fita: 100g
- þar af mettuð: 9,7g
- þar af einómettuð: 15g
- þar af fjölómettuð: 75g
Kolvetni: 0g
- þar af sykurtegundir: 0g
Prótein: 0g
Salt: 0g 

DO-ØKO-100 Danskur landbúnaður

Geymsluþol: Óopnuð í frysti í minnst 12 mánuði og í kæliskáp 9 mánuði. Eftir opnun umbúða í 4-6 vikur í kæliskáp. Betra er að geyma flöskuna alltaf í pappaöskjunni. 

Mikilvægt: Hörfræolíuna skal geyma í kæliskáp eða frysti. Athugið að olían þolir ekki upphitun, því þá eyðileggjast eiginleikar hennar.

Notkun: Hægt er að taka hörfræolíuna inn sem fæðubót: 1-2 matskeiðar að morgni dags. Hægt er að blanda henni saman við ferska safa, morgunhristing eða morgungrautinn. Olían er einnig góð sem salatolía eða sem hráefni í dressingar. 

Framleitt á Nyborggaard í Danmörku

Hörfræolían er rík af omega-3 fitusýrum (um 61%). Í olíunni finnast einnig omega-6 (um 13%) og omega-9 (um 14%) fitusýrur. 

Hörfræolían okkar er unnin á litlum sveitabæ á Vestur-Jótlandi. Bóndinn ræktar hörfræin lífrænt og malar þau sjálfur á steinkvörn í hlöðunni. Olíunni er strax tappað á dökkar glerflöskur sem verndar hana frá skaða sólarljóssins. Hún fer síðan beint í kæli og er kæliferlið óslitið allt þar til varan er komin í verslanir. Með þessari vinnsluaðferð næst sem mest næring úr fræjunum. 

Notið alltaf neytendaeininguna fyrir innihalds- og næringargildisupplýsingar, sem og mögulega ofnæmis- og óþolsvalda, þar sem breytingar á framleiðsluaðferð, uppskrift og/eða hráefnum geta átt sér stað hvenær sem er og því skapað misræmi við upplýsingar á vefsíðunni.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum