Auðvelt
Ljúffengt súkkulaði álegg úr kjúklingabaunum, hnetusmjöri og döðlum. Tilvalið til að smyrja á maískökur eða hrískökur og raða ferskum ávaxtabitum ofan á, eins og banana, epli, jarðaberjum eða bláberjum.
1 krukka kjúklingabaunir, vökvinn sigtaður frá
100g hnetusmjör eða tahini
100g döðlur
100ml jurtamjólk
30g kakóduft
1 tsk vanilla
½ tsk sjávarsaltflögur
25g bráðið kakósmjör eða ólífuolía
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Líka hægt að nota kröftugan blandara, þá verður áleggið silkimjúkt.
Ef ykkur finnst að áleggið mætti vera örlítið sætara er hægt að bæta smá agavesírópi eða hunangi út í.