Auðvelt
Páskasalat
½ grasker, afhýtt og skorið í bita
1 tsk garam masala
¾ tsk sjávarsaltflögur
1 msk ólífusolía
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í bita
1 tsk karrý
¾ tsk sjávarsaltflögur
1 msk ólífuolía
50 g spínat
10 ólífur
1 dl granateplakjarnar
2 – 3 msk dukkah
Dukkah
3 dl ristaðar heslihnetur
1 dl ristuð sesamfræ
1 dl ristuð graskerjafræ
1 dl ristað kókosmjöl
2 msk kóríanderfræ
2 msk cuminfræ
½ msk fennelfræ
1 tsk svört piparkorn
1 tsk sjávarsaltflögur
Páskasalat leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið bökunarpappír á ofnpötu, látið graskerjabitana öðrum megin og sætkartöflubitana hinum megin.
Kryddið samkvæmt uppskrift og skvettið olíu yfir.
Bakið í 15-20 mín eða þar til grænmetið er gegnum bakað.
Setjið spínat í skál, bakaða grænmetið yfir ásamt granateplakjörnum og ólífum.
Blandið létt saman og stráið dukkah yfir (sjá uppskrift).
Dukkah leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið allt nema saltið á ofnplötu og þurrristið í 6 mínútur.
Látið kólna í 5 – 10 mín.
Allt sett í matvinnsluvél og grófmalað.